Kjúklingasleikjó.jpg

Kjúklinga sleikjó

Hitið grillið í 250-300 gráður.

Takið kjúklingaleggina og skerið hringinn í kringum kjúkuna og takið neðri hlutann af leggnum, haldið í beinið með annari hendinni og takið í kjötið og þrýstið kjötinu niður.

Blandið saman  1 msk salti, 1 msk svörtum pipar, 1 tsk af reyktri papriku, 1 tsk chipotle kryddi.

Kryddið leggina með krydd blöndunni.

Setið leggina á sjóðandi heitt grillið í óbeinan hita (ég notaði Vortex hringinn) og sett handfylli af eplavið á kolin svo þeir fái smá reykbragð.

Blandið saman í skál/glas 200 ml bbq sósu, 100 ml hunangi og 50 ml hot wing sósu.

Takið leggina af grillinu þegar þeir hafa náð 65 gráðu hita og dýfið þeim ofan í sósuna þannig þeir hjúpist alveg upp að beini og setið aftur á grillið.

Þegar þeir hafa náð 72 gráðu kjarnhita eru þeir tilbúnir en þá er gott að dýfa þeim aftur í sósuna áður en þeir eru bornir fram.

Innihald : 

Pakki af kjúklingaleggjum 6stk

Salt, pipar, reykt paprika, chipotle duft eða chili duft

Bbq sósa, hunang og hot wing sósa eplaviður

Tomahawk hasselback hvitlaukur sykurbaun

Caveman Tomahawk

Kyndið grillið og stillið það á 120 gráður.

Setjið smá olíu og kryddið steikina vel með SPG

Skerið toppin af hvítlauk og hellið olíu ofan í hann og kryddið með SPG

Skerið skurði í kartöflurnar en passið að fara ekki alveg í gegn. Hellið olíu ofan á og kryddið með salti og timían.

Stingið hitamæli í steikina og setjið steikina á óbeinan hita á grillinu og kartöflurnar og hvítlaukinn aðeins nær kolunum.

Takið steikina af þegar að hún hefur náð 50 gráðu kjarnhita og opnið fyrir loftopið að neðan og hafið grillið opið.

Steikið sykurbauninar upp úr smjöri á meðan, kryddað með SPG og chiliflögum

Takið grindina af og dreifið úr kolunum (harðviðarkol) leggið steikina beint á kolin í 30 sek á hvorri hlið og leyfið henni að hvíla í 10-15 mín.

Innihald : 

1.1kg tomahawk, SPG, Hvítlaukur, Olía, Kartöflur, Salt

Timían, Chili flögur, Sykurbaunir, Smjör

  • Facebook
  • Instagram

©2020 BBQ KÓNGURINN